Svona losnar þú við mýflugur í garðinum

Mýflugur geta verið til mikilla óþæginda og nú þegar sumarið nálgast er tilvalið að rifja upp gamalt og gott húsráð sem hin sænska Anna Rosenberg deildi og vakti mikla athygli. Með því tókst henni að fækka flugum verulega í garðinum. Þau sem glíma við hvimleiðar mýflugur hér á landi geta því  líklega nýtt sér þetta ráð Önnu.

Það sem þarf til að fækka mýflugunum er heitt grill og örlítið af matarolía en með þessu getur þú búið til þína eigin flugnagildru. Anna fékk hugmyndina eftir að hún sá að mýflugur sátu á loki grills hennar þegar það var heitt. Hún bar því smávegis matarolíu á lokið þannig að flugurnar myndu límast á það. Bar þetta svo góða raun að fjölskyldan losnaði við ásókn flugnanna og þurfti aðeins að sópa þeim af lokinu.

\"\"

Uppskriftin að gildrunni er eftirfarandi:

Grillkol er sett í grillið. Tvær raðir og síðan lag til viðbótar ofan á aðra röðina.

Þá er kveikt í öðrum endanum. Þannig kviknar hægar í kolunum og grillið helst heitt mun lengur.

Matarolía er borin á lokið.

Best er að gera slíkt með pensli.

Lokið er sett á og flugurnar streyma að og setjast á grillið.

\"Mýið