Sverrir sakar íslendinga um rasisma og fóbíu: birtir auglýsingu til sönnunar - „ósmekklega bullulegt“

„Hvernig væri að snúa við þessar uppákomu í Leifsstöð við og velta fyrir sér hvernig Íslendingar hefðu brugðist við svona meðferð á okkar mönnum?“

Þetta segir Sverrir Agnarsson fyrrverandi formaður Félags Múslíma á Íslandi. Er Sverrir harðorður í garð Íslendinga og sakar þá um fordóma í garð Tyrkja. Koma tyrkneska landsliðsins til landsins hefur vakið gífurlega athygli, ekki fyrir að spila fótbolta, heldur bæði fyrir svokallað þvottaburstamál og meinta töf landsliðsmanna Tyrklands á Keflavíkurflugvelli í gær. Sverrir fer mikinn á Facebook og sakar Íslendinga um rasisma, Tyrkjafóbíu og að Íslendingar hafi orðið sér til skammar. Þá birtir Sverrir auglýsingu sem á að sanna fordóma í garð Tyrkja. Sverrir segir:

„Bursti (uppþvotta eða klósett) hefur með óhreinindi að gera og múslímar skilja það táknrænt ef óherinindum er veifað framan í þá, það er tjáning á óvild. Halda menn í alvöru að enska eða franska landsliðið hefði fengið svona meðferð - Þetta hreinn rasismi“.

\"\"

Sverrir bætir við að það hafi einungis vantað að öryggisverðir í Keflavík hefðu beitt piparúða.

„Man einhver eftir landsleik við Tyrki fyrir ca. 20 árum eftir að Ísland hafði tapað í fremur illa í Tyrklandi. Þá var heilsíðu auglýsing í Mogga sem hvatti menn til að koma á völlinn með tilvísun í Tyrkjaránið.“ Sverrir bætir við að lokum:

„Tyrkjafóbía okkar Íslendinga ríður ekki við einteyming og hún og ekkert annað er ástæða þessarar uppákomu í Leifsstöð sem er okkur til skammar.“