Sveinn aron rekinn eftir árás: „for­send­ur fyr­ir sam­starfi brostið“

Aðal­stjórn Vals hefur ákveðið að reka Svein Aron Sveinsson, leikmann meistaraflokk Vals í handknattleik úr liðinu. Ákvað Valur að rifta samningnum vegna dóms sem Sveinn Aron hlaut vegna alvarlegrar líkamsárásar.

Á vef Morgunblaðsins kemur fram að Sveinn Aron hafi verið dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sjö skilorðsbundna. Átti árásin sér stað á bíla­stæði við Sæ­mund­ar­götu í Reykja­vík í sept­em­ber fyr­ir tveim­ur árum. 

Sveinn viðurkenndi að hafa ráðist á manninn sem féll til jarðar. Sparkaði Sveinn þá ítrekað í höfuð þolandans. Sveinn var dæmdur til að greiða þolandanum 700 krónur í miskabætur en sá sem fyrir árásinni varð hlaut dreifða heilaáverka auk annarra verkja og blæðinga.

Valur hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins en hún hljóðar svo:

Aðal­stjórn Knatt­spyrnu­fé­lags­ins Vals hef­ur fjallað um mál Sveins Arons Sveins­son­ar leik­manns meist­ara­flokks Vals í hand­knatt­leik, í kjöl­far dóms sem hann fékk.

Sú of­beld­is­hegðun sem leikmaður­inn játaði að hafa sýnt er í al­gjörri and­stöðu við allt sem Val­ur stend­ur fyr­ir og hafa því all­ar for­send­ur fyr­ir sam­starfi fé­lags­ins og leik­manns­ins brostið.

Fé­lag­inu er því nauðugur einn sá kost­ur að rifta samn­ingn­um. Með birt­ingu frétt­ar um málið í fjöl­miðlum fengu stjórn­ar­menn Vals fyrst vitn­eskju um þann verknað sem leiddi til hans.