Svartholið borðar litlar stjörnur

Sævar Helgi Bragason stjörnuskoðari mætir í 21 í kvöld til Lindu Blöndal og talar um svarthol.

Svarthol – hvað gerist ef ég dett ofaní? Er fjórða bók Sævars Helga um geiminn. Áður komu út bækurnar: Vísindabók Villa – Geimurinn og geimferðir, Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna og Geimverur – leitin að lífi í geimnum.

Sævar helgi hefur t.d. starfað við vísindamiðlum Háskóla Íslands og kennt stjarnvísindi í framhaldsskólum hann er ritstjóri stjörnufræðivefsins og löngu þekktur landsmönnum fyrir fræðslu sína um stjörnuskoðun.  

Í bókinni um Svarthol kynnumst við bæði persónum stærstu vísindamanna sögunnar og kenningum þeirra. Svarthol hafa mesta þyngdarkarft sem vitað er um og tíminn sem er teygjanlegur myndi ganga hægar í nálægð þeirra.