Styttri vinnuvika fyrir íslenskar ofurfjölskyldur

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB ræðir við Lindu Blöndal í þættinum 21 um niðurstöðu tilraunaverkefnis þar sem fólk vann styttri vinnuviku hjá borginni og ríkisstofnunum. Niðurstöðurnar mæla með því að stytta vinnuvikuna.

Tilraunverkefni hefur átt sér stað hjá Reykjavíkurborg sem hófst árið 2015 og ríkið hóf slíkt það sama í fyrra – fimm ríkisstofnanir og um 100 starfsstaðir borgarinnar taka þátt.  Niðurstöður rannsókna sem gerð var fyrir BSRS og Reykjavíkurborg voru kynntar á þingi BSRB sem hófst í gær. Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri gerði útttekt á árangrinum

Helstu niðurstöðurnar eru þær að starfsánægja eykst, veikindadögum fækkar, aukin líkamleg og andleg heilsa sem hefur jákvæð áhrif á frammistöðu í vinnu. Starfsfólk fer síður í útréttingar á vinnutíma og feður upplifa meiri samveru með börnum sínum sem og fjölskyldan almennt hefur meiri tíma saman.

Liðin eru 47 ár síðan að lög um 40 stunda vinnuviku voru sett og var mikið framfaramál. Síðan hefur íslenskt samfélag breyst svo um munar. Til dæmis hefur atvinnuþátttaka kvenna aukist og eins og staðan er núna minnkar konan á heimilinu frekar við sig vinnu en karlinn og lækka þá í launum.

Oft hefur verið rætt um styttingu vinnuvikunnar en aldrei nokkuð gerst í því hér á landi – síðast var flutt frumvarp í fyrra um þetta en þá sem fyrr þótti eðlilegra að aðilar vinnumarkaðarins semdu um slíkt sína á milli. Í nýjustu kröfum Starfsgreinasambandsins er krafist styttingu vinnuvikunnar niður í 32 stundir og í kröfum VR styttingu í 35 stundir – báðar kröfur um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðinga.

Elín segir BSRS hafa lengi sett slíka kröfu fram en hún færist æ ofar á forgangslistann þótt hún telji að krafan nú muni ekki ganga jafn langt og SGS eða VR vilja, hins vegar er enn verið að móta kröfur aðildafélaga BSRB.