Styrmir vill maóíska menningarbyltingu

Sighvatur Björgvinsson og Styrmir Gunnarsson í Ritstjórunum í kvöld:

Styrmir vill maóíska menningarbyltingu

Ykkur finnst þetta eflaust nokkuð fyndið að heyra það úr mínum munni, en ég held því samt fram að stjórnsýslunni hér á landi veiti ekki af að fara í gegnum menningarbyltingu að hætti Maós formanns, jafn agalaus sem hún er í verkum sínum.

Þetta nefnir Strymir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins sem ásamt Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi ritstjóra Alþýðublaðsins, ráðherra og þingmanni fer mikinn í Ritstjóraþætti kvöldsins, en framúrkeyrsla í opinberum framkvæmdum er þar helsta umræðuefnið, ásamt ásýnd eins árs ríkisstjórnar undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur sem varð að koma til, eftir sundrungartímann í pólitíkinni, að mati Styrmis - og Sighvatur glottir við hlið hans, uns hann tekur á rás í umræðunni um heilbrigðismálin, sem kann að verða helstu ásteytingarsteinninn á stjórnarheimilinu; það tvöfalda kerfi sem þar ríki sé dæmi um enn eitt agaleysið í samfélaginu.

Þeir ræða lika um það hvort samfélagið sé á vetur setjandi og Styrmir setur í brýnnar, kallar eftir þjóðarsátt um meiri jöfnuð, það gangi ekki að eigna- og launabilið í landinu fari sífellt vaxandi - og Sighvatur bætir við; aukinn ójöfnuður sé í raun og sann í boði stjórnmálanna sjálfra sem skammti sér æ hærri laun og sporslur án þess að nokkur kunni að skammast sín, þar sé enn ein sjálftakan komin.

Ritstjórarnir byrja um 21:30 í kvöld - og eru nú partur frétta- og umræðuþáttarins 21.

 

Nýjast