Sturla snær áfram úr undankeppni í stórsvigi á hm

Í gær fór fram undankeppni karla í stórsvigi á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Åre í Svíþjóð. Fjórir íslenskir keppendur tóku þátt í undankeppninni og náði einn þeirra, Sturla Snær Snorrason, að komast áfram í aðalkeppnina. Þetta kemur fram í frétt Skíðasambands Íslands.

Sturla Snær var með rásnúmer 25 og því 25. sterkasti keppandinn miðað við heimslista. Vitað var að einungis 25 efstu kæmust áfram úr undankeppninni. Að lokinni fyrri ferð var hann í 24.sæti en endaði að lokum í 20.sæti eftir góða seinni ferð. Sturla Snær fer því beint í aðalkeppnina sem fer fram á morgun og verður eini íslenski keppandinn þar.

Þeir Gísli Rafn Guðmundsson, Sigurður Hauksson og Kristinn Logi Auðunsson komust ekki áfram. Gísli Rafn var nálægt því og lenti í 32. sæti. Sigurður lenti í 41. Sæti og Kristinn Logi Auðunsson lauk ekki seinni ferð.