Stuðningshópur Ragnars í minnihluta

Niðurstöður stjórnarkosninga VR:

Stuðningshópur Ragnars í minnihluta

Niðurstöður kosninga til stjórnar VR eru ljósar en kosið var til hádegis í dag.  Atkvæði greiddu 3.345 manns en á kjörskrá voru alls 34.980. Kosningaþátttaka var því rétt tæp 10 prósent. Sjö voru kjörnir til tveggja ára og stjórnin sett saman samkvæmt fléttulista kynja. Kjarninn bendir á í frétt sinni að hóp­ur­inn sem standi að baki Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR, hafi ekki náð meiri­hluta.  Úr þeim hópi koma þó nýjir inn í stjórnina þeir Arnþór Sigurðsson og Friðrik Boði Ólafsson.

Kosningin var raf­ræn og kosið var á milli 27 fram­bjóð­enda.

 

 

 

 

Nýjast