Strákarnir okkar spila í 31 stigs hita

Það er ekkert minna en kæfandi hiti sem mætir landsliðsstrákunum okkar í fótbolta á bökkum árinnar Volgu í dag og flugnagerið allt í grennd berst yfir eins og skýjaþykkni á köflum.

Leik­ur­inn hefst klukk­an 18 að staðar­tíma, klukk­an 15 að ís­lensk­um, en þá verður hita­stigið 31 gráða og heiðskírt. Það verða því aðrar aðstæður en þegar Ísland mætti Arg­entínu í Moskvu fyr­ir tæpri viku.

Að því er segir á mbl.is ætla stuðnings­menn ís­lenska landsliðsins að hitt­ast á stuðnings­manna­svæði, Fan Zone, rétt eft­ir há­degi og hita vel upp fyr­ir leik­inn en reiknað er með að 2-3.000 Íslend­ing­ar verði á Volgograd Ar­ena í kvöld.