Stóraukið fiskeldi í sjó

Ekki hefur en þá farið fram heilstæð úttekt á áhrifum stóraukins fiskeldis í sjó á lífríki hér á landi. Fiskeldi í sjó fór ekki að vaxa að neinu ráði hér við land fyrr en á árinu 2016.

Nú eru áform um verulega aukningu fiskeldis í sjó. Veitt hafa verið leyfi fyrir auknu eldi en önnur verkefni eru í ferli til mats á umhverfisáhrifum. Í heild má telja að þeir innviðir sem eru til staðar og uppbygging þeirra hafi ekki haldist í hendur við þá hröðu uppbyggingu og magn framleiðslu sem áform eru um að framleiða hér á landi.

Vel kemur til greina að draga skarpar línur um skilyrði fyrir leyfisveitingum til fiskeldis í sjó.  Viðhorfið er að ekki megi tefla jafnvægi lífríkis í tvísýnu. Því ber að huga eftir fremsta megni að umhverfissjónarmiðum.

rtá