Stór lægð hlýjar landi og þjóð

Veðrið í vikunni:

Stór lægð hlýjar landi og þjóð

Syðst á landinu og við Öræfajökul má búast við snörpum vindhviðum í kvöld, í nótt og framan af morgundegi, segir í viðvörun veðurfræðungs á Veðurstofu Íslands í morgun, en mjög djúp lægð er stödd langt suður í hafi, nánar tiltekið er hún 943 mb og miðja hennar er 1.700 km suðsuðvestur af Reykjanesi.

Lægðin er sérlega víðáttumikil og dreifir úr sér yfir stærstan hluta Norður-Atlantshafs, að því er segir í skeyti stofunnar, en þar segir enn fremu að útlit sé fyrir þokkalegasta veður á stærstum hluta landsins í dag, bæði þurru veðri  og að vindur verði hóflegur. Þó verði hann allhvass með suðurströndinni og það rigni um landið suðaustanvert. Lægðin beini til okkar hlýjum loftmassa ættuðum úr suðaustri og nái hiti væntanlega 14 stigum í aflandsvindi á vesturhelmingi landsins í dag.

.

Nýjast