Stöldrum við

Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA-Samtaka atvinnulífsins skrifaði grein í Morgunblaðið hinn 27.maí sl. Eyjólfur Árni minnir á að það einkenni farsæl samfélög að mál eru leidd til lykta á yfirvegaðan hátt eftir vandaða skoðun. Ríkisstjórnin áformar í fjármálaáætlun sinni að hækka virðisaukaskatt á stærstu útflutningsgrein Íslands ferðaþjónustuna.

Eyjólfur Árni telur það óvarlegt að halda áfram með núverandi áform um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna án þess að greina málið betur. Hann leggur til að tíminn sé notaður til að fara yfir núverandi skatttekjur og meta skatttekjur til framtíðar miðað við núverandi skattstofna og gjaldtöku. Kryfja á áhrif mismundandi tegundar gjaldtöku á greinina og leggja ber mat á ólíkar sviðsmyndir út frá mismunandi forsendum.

Að þessu verki þurfa að koma fulltrúar frá ríki og sveitarfélögum og frá atvinnugreininni. Að aflokinni slíkri greiningu þá lægi fyrir skýrari sýn á starfsumhverfi greinarinnar og tryggt verði að hún vaxi og dafni með sjálfbærni og arðsemi að leiðarsljósi. Reynslan sýnir skrifar Eyjólfur Árni að fagleg vinnubrögð sem þessi eru líkleg til að leiða til farsællar niðurstöðu fyrir land og þjóð.

rtá

Nánar  www.sa.i.s  www.mbl.is