Stjórnvöld vanbúin að læra af gagnrýni

Vantraust íslensks almennings á stjórnkerfinu er meira en á Norðurlöndum og stjórnvöld eru vanbúin að bregðast við, taka og læra af gagnrýni. Móta þarf heildarstefnu um heilindi í stjórnmálum og stjórnsýslu og fylgja henni eftir með aðgerðaáætlun. Þetta er niðurstaða starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu.

„Íslendingar hafa farið sér hægar en nágrannaþjóðirnar í aðgerðum til að tryggja heilindi í opinberum störfum og hér á landi hefur minna tillit verið tekið til tilmæla og leiðbeininga alþjóðlegra stofnana um varnir gegn spillingu en æskilegt hefði verið,“ segir í skýrslu starfshópsins. „Takist stjórnvöldum ekki að gefa almenningi til kynna að starfsemi stjórnkerfisins sé í höndum hæfs fólks, jafnt kjörinna fulltrúa sem starfsfólks stjórnsýslu, getur traust ekki skapast. Á sama hátt grefur það undan góðum stjórnarháttum að ekki sé nægilega hugað að ásýnd stjórnmála og stjórnsýslu. Vantraust – verðskuldað eða ekki – dregur sjálft úr möguleikum stjórnvalda til að ná árangri. Þannig má sjá hvernig vítahringur vantrausts getur orðið til.“

Nánar á

https://stundin.is/grein/7374/starfshopur-um-traust-stjornvold-vanbuin-ad-laera-af-gagnryni/