Stjórnmálaflokkarnir sammála um að fá meira rekstrarfé úr ríkissjóði

Fulltrúar allra flokka á Alþingi, þar á meðal sex formenn stjórnmálaflokka, hafa sameiginlega lagt fram frumvarp til að breyta lögum um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Verði frumvarpið að lögum mun lagaumhverfið sem stjórnmálaflokkarnir starfa í breytast umtalsvert. 

Í því er meðal annars tekið á birtingu á nafnlausum kosningaáróðri, sem hefur verið áberandi í síðustu kosningum. Stjórnmálaflokkum, kjörnum fulltrúum þeirra og frambjóðendum, sem og frambjóðendum í persónukjöri, verður gert óheimilt að „fjármagna, birta eða taka þátt í birtingu efnis eða auglýsinga í tengslum við stjórnmálabaráttu nema fram komi við birtingu að efnið sé birt að tilstuðlan eða með þátttöku þeirra.“ Þeir sem brjóta gegn þessu munu sæta sektum.

Nánar á

https://kjarninn.is/skyring/2018-12-07-stjornmalaflokkarnir-sammala-um-ad-fa-meira-rekstrarfe-ur-rikissjodi/