Stjórnmál æsimennskunnar

Lögbann á fréttir Stundarinnar og Reykjavík Media er of víðtækt, segir Borgar Þór Einarsson, lögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Hann segir að þess megi geta sér til að meðal upplýsinganna sem fjölmiðlarnar hafa undir höndum séu viðkvæmar upplýsingar um fólk sem teljist ekki opinberar persónur.  Borgar Þór segir að það sé eðlilegt að eitt gildi fyrir þann hóp og svo annað fyrir stjórnmálamenn og valdafólk, þar geti verið almannahagsmunir undir. Lögbannið þurfi að taka mið af þessu.  

Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra mætir ásamt Borgari Þór á Þjóðbraut til Lindu Blöndal í kvöld. Þau fara yfir það sem hæst ber í stjórnmálaumræðunni í dag þegar kosið verður til Alþingis þarnæstu helgi. Kannanir berast ört þessa dagana og fylgið að taka miklum braytingum. 

Efnisleg umræða er lítil í dag og hvert æsingamálið á fætur öðru kemst hratt og víða í hámæli í stuttan tíma og fókus stjórnmálamanna á mikilvæg málefni nær því ekki í gegn, telja þau bæði.