Steingrímur sendi út tilkynningu í samráði við piu

Forseti Alþingis harmar að heimsókn Piu Kjærsgaard, þingforseta Dana „hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“ í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, sem birtist á þingvefnum rétt í þessu.

Pia Kjærsgaard greindi sjálf frá því áðan í viðtali við Politiken að von væri á tilkynningu frá þingforseta Alþingis með þessum skilaboðum.

Í tilkynningunni segist Steingrímur leyfa sér að trúa því að það sé minnihlutasjónarmið að viðeigandi sé að „sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska Þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar“. 

Nánar á

https://stundin.is/grein/7172/steingrimur-sendi-ut-tilkynningu-i-samradi-vid-piu-kenna-odrum-um-ad-skugga-hafi-verid-varpad-fullveldishatidina/