Stefnumót ríkisoddvita

Ríkisoddvitar Evrópusambandsins (ESB) hittast reglubundið í Brussel. Næsta stefnumót þeirra hefst klukkan eitt í dag að íslenskum tíma í Brussel. Þetta er í fyrsta sinn sem Emmanuel Macron forseti Frakklands mætir á stefnumót ríkisoddvita.

Ríkisoddvitarnir hittast nú við nokkuð aðrar aðstæður en þær sem ríktu fyrir fáeinum mánuðum. Þá voru horfur á að framboð lýðhyllinga (pópúlista) fengju mikið fylgi í þingkosningum í Hollandi og forsetakosningum og þingkosningum í Frakklandi. Sú varð ekki raunin.

Forseti ESB Pólverjinn Donald Tusk segir í fundarboði sem hann sendi ríkisoddvitunum að þeir þurfi að ráða ráðum sínum á þessu stefnumóti um aðferðir og aðgerðir til að vinna bug á hryðjuverkasamtökum innan ESB. Næst þurfi þeir að ræða um flaum aðkomufólks inn á ESB svæðið.

Loks þurfi að ræða um hömlulausa hnattvæðingu. Hér á Donald Tusk við misnotkun ríkja á aðgengi að innri markaði ESB. Vörur frá ríkjum utan Evrópska efnahssvæðisins (EES) eru seldar undir kostnaðarverði. Hér er talað undir rós um viðskiptahætti alþýðulýðveldisins Kína.  

Rætt verður um ágreining Rússlands og Úkraínu og Donald Tusk mun deila með ríkisoddvitunum upplýsingum um fundi hans með Donald J. Trump forseta Bandaríkjanna og Erdogan forseta Tryklands. Hann mun leggja fyrir ríkisoddvitana mat ESB á því hvað það merkir að Bandaríkin segja sig frá loftslagssamkomulaginu sem kennt er við París.

Theresa May forsætisráðherra Stóra-Bretlands mun í hátíðarkvöldverði kynna Brexit áform ríkisstjórnar sinnar en þau áform segja stjórnmálaskýrendur í Brussel vera mjög á reiki þessa stundin. Sumir ríkisoddvitar bókstaflega efast um að Theresa May hafi tilskilið pólitískt umboð til að leiða viðræður um Brexit við ESB. Í kvöldverðinum un Donald Tusk kynna áform ESB um brottflutning allra stofnana ESB sem nú eru staðsettar í Stóra-Bretlandi til annara ESB ríkja.

Morgundagurinn fer svo í að ræða stærsta viðfangefni ESB - stöðu efnahagsmála innan ESB ríkjanna - einkum þeirra sem eru í efnahags- og myntbandalagi Evrópu. Öll önnur mál sem rædd eru á þessu stefnumóti ríkisoddvitanna falla í skuggann - stöða efnahagsmála innan ESB er mál málanna.

rtá