Starfshópur björns bjarnasonar fær 25 milljónir

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, er formaður starfshóps sem vinna á skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að EES. Mun kostnaður við skýrsluna vera áætlaður 25 milljónir króna. RÚV greinir frá.

Á næsta ári verður liðinn aldarfjórðungur frá gildistöku EES- samningsins hér á landi. Þrettán þingmenn kölluðu eftir mati á kostum og göllum aðildar Íslands að EES og var sú beiðni samþykkt þann 10. apríl. Átti að skila skýrslunni 19. júní, en sökum umfangs var óskað eftir fresti á skilum, sem var samþykktur. Var Björn Bjarnason síðan skipaður formaður starfshópsins í ágúst og mun utanríkisráðuneytið verja 25 milljónum til að fullvinna skýrsluna.

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/11/08/bjorn-bjarnason-faer-25-milljonir-fra-gudlaugi-thor-fyrir-skyrslugerd-um-ees/