Starfsemi icelandair group

Atvinnulífið er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.30 í kvöld en þetta er 90. þáttur frá upphafi.  Að þessu sinni heimsækja þeir Sigurður K. Kolbeinsson þáttastjórnandi og Friðþjófur Helgason kvikmyndatökumaður Icelandair Group sem er eitt af stærstu og verðmætustu fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands.  Samsteypan samanstendur af 9 dótturfélögum en burðarás fyrirtækisins er Icelandair sem skapar um 65% af tekjum Icelandair Group að sögn Björgólfs Jóhannsonar forstjóra sem er aðal viðmælandi þáttarins.  Björgólfur fer yfir samskiptin við Isavia, fjárfestingar í nýjum flugflota, nýtt flugskýli í Keflavík, helstu dótturfélög, stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi auk fleiri mála sem tekin eru fyrir.  Auk hans er rætt við Boga Nils Bogason, fjármálastjóra, Birki Hólm Guðnason, framkv.stjóra Icelandair og Magneu Þóreyju Hjálmarsdóttur framkvæmdastjóra Icelandair Hotels.