Starfs­menn stefna hval hf.

„Þetta eru mál sem eru með ná­kvæm­lega sama hætti og málið sem vannst fyr­ir Hæsta­rétti. Þau eru byggð á sama grunni; orðalagi í ráðninga­samn­ing­um og viku­leg­um frí­degi sem Hæstirétt­ur er bú­inn að staðfesta. Ég geri fast­lega ráð fyr­ir því að við mun­um vinna þessi mál líka,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness. Alls níu fyrr­ver­andi starfs­menn Hvals hf. hafa stefnt fyr­ir­tæk­inu fyr­ir héraðsdóm.

Af mál­un­um níu fer Verka­lýðsfé­lag Akra­ness með sjö þeirra, en hin tvö í gegn­um önn­ur stétt­ar­fé­lög.

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/08/14/starfsmenn_stefna_hval_hf/