Starf aðstoðarmannsins

Á stjórnarráðsvefnum kemur jafnóðum fram hverjir verða aðstoðarmenn nýju ráðherranna. Aðstoðarmennirnir eru jafnan einstaklingar sem hafa starfað með sama flokki og viðkomandi ráðherra. Oft er slíkt starf stökkpallur til frekari frama í stjórnmálum.

Skemmst er að minnast að Ragnheiður Elín Árnadóttir, fráfarandi atvinnuvegaráðherra var aðstoðarmarðu alls þriggja ráðherra og Geirs Haarde í forsætisráðuneytinu.

Með lögum nr. 73/1969 um Stjórnarráð Íslands varð ráðherra heimilt að ráða sér sérstakan aðstoðarmann utan ráðuneytis. Þessari nýbreytni var ætlað að styrkja stöðu ráðherra gagnvart embættismönnum ráðuneytis og létta af honum ýmsum pólitískum verkefnum.