Stærstu ógnir ó­jöfnuður, lofts­lags­vá og ó­friður

Frettabladid.is fjallar um

Stærstu ógnir ó­jöfnuður, lofts­lags­vá og ó­friður

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram núna um helgina. Formaður Samfylkingarinnar, Logi Einarsson, flutti ávarp núna seinni partinn. Þar sagði hann að öll höfum við mismunandi sýn á lífið og það gerði tilveruna fjölbreytta og dásamlega en að aðstæður hvers og eins hafi áhrif á stöðu fólks. Hann sagði ástæðurnar geta verið margar, svo sem fátækt, sjúkdóma eða fordóma, en að Samfylkingin ætti erindi við allt þetta fólk.

Hann sagði að breytingar gerist ekki á stuttum tíma með einni aðgerðir, heldur með þrotlausri vinnu, samstöðu og stöðugs endurmats í síbreytilegum heimi og að þótt að Samfylkingin væri smá í alþjóðlegu samhengi gegndi hún mikilvægu hlutverki í alþjóðlegri hreyfingu.

„Nærtækasta verkefnið er auðvitað að tryggja jafnari og betri lífsskilyrði hér á landi en við þurfum líka að vera virkir samherjar í alþjóðlegri baráttu gegn stærstu ógnum samtímans: Ójöfnuði – ófriði og loftlagsvánni.“ 

Nánar á

https://www.frettabladid.is/frettir/logi-staerstu-ognir-ojoefnuur-loftslagsva-og-ofriur

 

Nýjast