Staðarfell auglýst til sölu

Sögufrægt Staðarfell við Búðardal:

Staðarfell auglýst til sölu

Staðarfell í Dölum
Staðarfell í Dölum

Ríkiskaup auglýsa um þessar mundir til sölu Staðarfell sem hefur um langa hríð verið meðferðarheimili SÁÁ fyrir karla eða frá árinu 1980. Um er að ræða fimm byggingar, tæplega 1300 fm að stærð. Í auglýsingu stendur að fasteignirnar sem standa á 1,8 hektara leigulóð hafi verið vel við haldið.

Áhöld eru reyndar um í hvers lags ástandi húsið er og varðandi brunavarnir er mikið ógert svo eitthvað sé nefnt. Húsið, samkvæmt heimildum Hringbrautar er komið vel til ára sinna og ástandið eftir því.

Staðarfell er í um 30 mínútna aksturfjarlægð frá Búðardal.

Í auglýsingu Ríkiskaupa stendur: „Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir þá sem vilja leggja fyrir sig ferðaþjónustu á svæði sem er að mati margra einstakt á heimsvísu“.

SÁÁ ákvað í fyrrahaust að loka meðferðarstöð sinni að Staðarfelli í Dölum.

Byggingarnar að Staðarfelli í Dalasýslu voru glæsilegar. Aðalbyggingin er frá árinu 1927. Þar var bær og kirkjustaður á Fellsströnd í sýslunni, áður höfðingjasetur og stórbýli um langan aldur en frá 1927 var þar húsmæðraskóliBærinn stendur á undirlendisræmu undir samnefndu fjalli, sem er bratt og klettótt. Staðarfell er mikil hlunnindajörð og þar bjuggu jafnan höfðingjar eins og stendur í Njálu en það var Þorvaldur Ósvífursson, fyrsti maður Hallgerðar langbrókar til að mynda.

Staðarfellskirkja er á landinu. Hún var vígð árið 1891 og er friðuð.

Nýjast