„staðan nú er aðeins vatn á myllu brusselmanna“

Íkjölfar höfnunar neðri deildar breska þingsins á Brexit-tillögu ríkisstjórnar Theresu May, spyrBjörn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins hvað taki við og hver sé vilji þingsins, sem hann segir undirrót breska vandans.

Björn áréttar að niðurstaðan hafi legið ljós fyrir í desember en þá hafi May ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu undir því yfirskini að hugsanelga gæti hún bætt stöðu sína á meðan, með frekari viðræðum við Evrópusambandið. En allt hafi komið fyrir ekki og nú sé allt í uppnámi:

„Í þeim Evrópulöndum þar sem stjórnmálamönnum vex ekki í augum að stofna til samstarfs við gamalgróna andstæðinga séu hagsmunir þjóðarinnar taldir í húfi, til dæmis í Þýskalandi og hér, eiga menn erfitt með að skilja að þingmenn allra flokka í Bretlandi geti ekki sameinast um útgönguleið gagnvart ESB. Innan og utan Bretlands er réttilega spurt: Hvað vill breska þingið? Það er ekki nóg að þingmenn segi nei og viti svo ekki hvað við tekur. Staðan nú er aðeins vatn á myllu Brusselmanna og þeirra sem herða á kröfunni um að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á ný í Bretlandi um tengslin við ESB.“

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2019/01/16/bjorn-bjarna-um-brexit-stadan-nu-er-adeins-vatn-myllu-brusselmanna/