Hátt gengi krónunnar

Ásmundur vill ekki að krónan styrkist: Veikir ferðaþjónustuna skrifar hann. 

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifar grein sem birtist fyrst hinn 24.5. sl.í héraðsfréttablaðinu Suðri.

Ásmundur skrifar að staða íslensku krónunnar er enn að styrkjast sem gerir útflutningsgreinunum afar erfitt fyrir. Ástæðan segir Ásmundur er sú að mikill gjaldeyrir streymir til landsins.

Vöruskiptajöfnuður er hagstæður og verðbólga er lítil en mikill hagöxtur. Þá hafa gjaldmiðlar veikst eins og breska pundið sem hefur margfeldisáhrif á lækkun í viðskiptum sem Íslendingar eiga við Breta.

Íslendingar finna það allir að það er auðveldara að ná endum saman í heimilisbókhaldinu og mikilvægt að halda áfram á sömu braut.

En það þarf að gera ráðstafanir skrifar Ásmundur.

Ráðstafanir svo gengið haldi ekki áfram að styrkjast og veiki þannig afkomu útflutningsgreinanna - þar með talið ferðaþjónsutuna - sem er að skapa langmest af þeim gjaldeyri sem til þjóðarbúsins rennur. Ásmundur gerir þó ekki tillögur um þær ráðstafanir sem gera þarf. 

rtá

Nánar www.fotspor.is