Sprengjuhætta í stjórnarráðinu

Líkurnar á að ríkisstjórnin springi í loft upp aukast hratt. Heilbrigðismálin kunna að verða sprengiefnið. Þau ein virðast aðskilja Vinstri græn og Sjálfstæðisflokks. En milli flokkanna er himinn og haf í skoðunum á hvert beri að stefna í heilbrigðismálum.

Hreint ómögulegt er að ímynda sér að sættir náist milli flokkanna. Föst skot ganga á milli og grein þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins vegur þungt og skiptir stuðningsflokkunum í tvær fylkingar.

Þá vigtar þungt að allir þingmenn Vinstri grænna, utan ráðherranna, standa saman að lagafrumvarpi sem á að koma í veg fyrir að ríkið semji við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru með hagnað að sjónarmiði. Markmiðið með frumvarpinu er að taka af allan vafa um að heilbrigðisráðherra hafi heimild til að semja aðeins við þá veitendur heilbrigðisþjónustu sem ekki eru reknir í hagnaðarskyni.

Nánar á

http://www.midjan.is/sprengjuhaetta-i-stjornarradinu/