Sólveig anna vill að hatari segi sig úr eurovision: „á endanum eruð þið í þjónustu ísraela“

„Hvenær kemur bomban? [...] Ef þið segið ykkur frá keppninni, nú þegar þið eruð komin áfram, þá lofa ég að eftir því verður tekið. Það væri eiginlega alveg magnað og myndi vekja verulega athygli. Athygli sem myndi beinast að þeim málstað sem þið hafið sjálf sagt að ferð ykkar til Tel Aviv hafi átt að vekja athygli á: Baráttu palestínsku þjóðarinnar gegn ofbeldi og yfirgangi Ísraela.“

Þetta segir Atli Bollason í pistli sem fluttur var í Lestinni á Rás 1. Atli hefur áður gagnrýnt þátttöku Hatara í Eurovision og vill að sveitin hætti keppni með látum. Segir Atli að Hatari sé með þátttöku í þjónustu Ísraela. Atli segir:

„Það er flott hjá ykkur að ræða glæpi Ísraelsríkis í viðtölum - en á endanum eruð þið í þjónustu Ísraela meðan þið komið fram í Eurovision; enn eitt dæmið um hátt menningarstig þeirra og umburðarlyndi sem er eingöngu ætlað að breiða yfir hryllileg myrkraverkin. Sniðganga á þessu stigi væri sannarlega róttæk aðgerð - eiginlega róttækari en sniðganga fyrir fram - og, sem skiptir ekki síður máli, í þökk Palestínumanna sjálfra,“ segir Atli og telur að meðlimir Hatara gætu jafnvel fengið fleiri til að skrópa í keppninni á Laugardaginn. Fleiri taka undir með Atla en Sólveig Anna Jónsdóttir verkalýðsforingi og formaður Eflingar deilir skrifum Atla og segir:

„Ég vona!“