Kölluð vanstillt, galin og vitfirrt

„Ég hef verið kölluð van­stillt, gal­in, vit­firrt. Geð­heilsa mín og and­legt heil­brigði hefur verið dregið mjög í efa.“ 

Þetta segir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, um þá umræðu sem stundum hefur geisað um hana á sam­fé­lags­miðlum og víð­ar. Slíkar árásir gegn henni per­sónu­lega snú­ist oftar en ekki að ætl­uðu ástandi geð­heilsu hennar og hug­mynda­heimi. 

Sól­veig Anna er við­mæl­andi Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 sem frum­sýndur verður á Hring­braut í kvöld klukkan 21:00. Þar ræðir hún meðal ann­ars ítar­lega um stöðu mála í kjara­deil­um. Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvölds­ins hér að neð­an.

Nánar á 

https://kjarninn.is/frettir/2018-12-05-solveig-anna-kollud-vanstillt-galin-og-vitfirrt/