Sólarhringsvaktir í hrognunum

Eftir farsæla veiðiferð í byrjun Marsmánaðar með Víkingi AK-100 frá Akranesi og út á Faxaflóa lá beinast við að Bryggjan fylgdist með afdrifum loðnunnar. Í byrjun marsmánaðar var komið með í land um 1500 tonn úr Víkingi AK-100 úr stuttum túr sem tók um 12 klukkutíma. Bryggjan fór með í þann túr frá Akranesi þaðan sem Víkingur er gerður út á  vegum HB Granda.   

Við sjáum meira af þeirri veiðiferð og svo sýnum við frá hrognavinnslunni sem er næsta stoppustöð eftir veiðar. 

Síðan seinni part febrúar hefur verið unnið allan sólarhringinn í hrognavinnslu um landið en það er á um átta stöðum á landinu sem hrognin eru hreinsuð og pökkuð. Á Akranesi hjá HB Granda var margt um manninn í hrognavinnslunni og pökkuninni fyrr í mánuðinum. Þetta er vertíð þar sem margir leggja hönd á plóg og vertíðarstemmning setur mark sitt á alla vinnuna.

Hrognin úr loðnunni eru verðmætust og send út um allan heim.  Stærsti markaðurinn er Hvíta Rússland.  Þar er þessi kavíar í hávegum hafður og nýttur í margs konar matvælaframleiðslu. Japansmarkaður er einnig stór og mikilvægur. 

í þættinum förum við líka í stutta heimsókn á Sjóminjasafnið og hittum þar Guðbrand Benediktsson. En fyrst sjáum við ungan mann í vinnslunni sem þykir ærin stemmning að vinna í hrognavinnslunni ár eftir ár: