Snarpur kippur í bárðarbungu

Jarðskjálfti af stærð 4,1 mældist í sunnanverðri Bárðarbunguöskju rétt fyrir klukkan 11 í gærkvöldi. Honum fylgdu nokkrir minni skjálftar, upp í 2,5 að stærð en engin merki eru um gosóróa.

Bjarki Kaldalóns Friis, jarðvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við RÚV að ekkert óvenjulegt sé á seyði og engin merki um að þessir skjálftar séu vísir að einhverju öðru og meira.