Snarpar vindhviður við Öræfajökul

Vetur víkur og sumarið tekur við:

Snarpar vindhviður við Öræfajökul

Búast má við snörpum vindhviðum við Öræfajökul og syðst á landinu fram eftir morgni, að því er segir í aðvörun veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun, en einnig er spáð talsverðri rigningu SA-lands og á Austfjörðum í dag.

Það eru samt hlýindi í kortunum eins og fjöldamargir landsmenn urðu vitni að í gærdag þegar hitatölur slígu allt upp undir sextán stig vegna hlýrra háloftavinda sem koma undan stórri lægð suður af landinu. Heldur minnkar hitinn þó næstu daga, verður 6 til 12 stig í dag sem á þó að heita ágætt á þessum árstíma þegar vetur kveður og sumarið tekur við.

Greiðfært er um allt land á þeim vegum sem á annað borð eru opnir á þessum árstíma. Akstursbann er á nokkrum sumarvegum.

Þokuloft er víða um austanvert landið.

Nýjast