Snædís heimsækir bataskólann og stílvopnið í næsta þætti af skrefinu lengra

Í næsta þætti af Skrefinu Lengra sem verður á dagskrá Hringbrautar fimmtudaginn 17. október kl 21:30 verður farið í Bataskólann og Stílvopnið.

Bataskóli Íslands býður upp á nám fyrir fólk, 18 ára og eldra, með geðrænar áskoranir, aðstandendur þeirra og starfsfólk á heilbrigðis- og velferðarsviði. Hægt er að velja úr fjölbreyttu úrvali námskeiða sem samin eru í samvinnu sérfræðinga og fólks með reynslu af geðrænum áskorunum. Námið er nemendum að kostnaðarlausu. Námið er tvær annir og úr alls 16 námskeiðum að velja í allt.

Þorsteinn Guðmundsson, leikari ásamt Ester Ágústsdóttur hafa undanfarin tvö ár, sett Bataskólann á laggirnar en skólinn starfar eftir batamiðaðri hugmyndafræði að fyrirmynd Nottingham Recovery Collage.

Stílvopnið býður uppá námskeið sem eflir fólk í skrifum en meðal námskeiða eru endurminninga skrif, greina skrif, skapandi skrif og fræðsla um almenn skrif.

Námskeiðin hafa verið gríðarlega vinsæl fyrir fólk á öllum aldri. 

Björg Árnadóttir eigandi Stílvopnisins er rithöfundur, blaðamaður og ritlistarkennari en hún kennir öll námskeiðin á fræðandi, skemmtilegan og ævintýralegan máta. 

„Ég er ekki eins hræddur að skrifa og ég var og Björg er náttúrulega allveg frábær kennari\" segir Sigurjón Þórðarson stjórnunarráðgjafi hjá Nolta eftir að hafa lokið námskeiðum hjá Stílvopninu sem auðguðu hann við skrif í starfi sem og persónuleg skrif. 

 Fylgist með Skrefinu Lengra næsta fimmtudag klukkan: 21:30