Smáþjóð með tvo samgönguráðherra

Guðmundur Oddsson, fyrrum bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Kópavogi, vekur athygli á sérstöku máli, í grein sem hann skrifaði og birt er í Mogga dagsins.

Svo merkilegt sem það nú er þá eru tveir virkir samgönguráðherrar starfandi. Núverandi og fyrrverandi. Gefum Guðmundi orðið:

„Jón Gunn­ars­son alþing­ismaður og fyrr­ver­andi sam­gönguráðherra hef­ur farið um landið og boðað mönn­um fagnaðar­er­indið. Boðskap­ur Jóns er mjög ein­fald­ur; þ.e. að mjög auðvelt væri að stór­bæta allt vega­kerfi lands­ins á næstu árum með því að taka millj­arða lán til tutt­ugu ára og greiða það niður með inn­heimtu veggjalda.“

Hvers á núverandi að gjalda

Það hlýtur að teljast sérstakt að einn ríkisstjórnarflokkur spili fyrrverandi samgönguráðherra gegn núverandi, og ekki síst þar sem yfirfrakkinn er settur á formann samstarfsflokks. Jón Gunnarsson hefur farið víða og boðað nýjar lausnir á afleiddu vegakerfi. Hann talar jafnvel þvert á stefnu Sigurðar Inga og getur ekki annað en gert honum gramt í geði.

Vill taka ný lán

Höldum nú áfram með grein Guðmundar, hann bendir á mótsagnir innan Sjálfstæðisflokksins:

„Fjár­málaráðherra hef­ur sagt það vera mál núm­er eitt að greiða niður skuld­ir og hef­ur státað af því að ár­lega sé búið að greiða niður skuld­ir rík­is­sjóðs um tugi millj­arða síðan hann varð fjár­málaráðherra. Það eru því til næg­ir pen­ing­ar til fram­kvæmda ef dregið er úr niður­greiðslu skulda. Jón Gunn­ars­son vill ekki fara þá leið held­ur vill hann taka ný lán og auka þannig skuld­ir rík­is­sjóðs á sama tíma og fjár­málaráðherra kepp­ist við að greiða niður skuld­ir. Hvers kon­ar hag­stjórn er þetta eig­in­lega? Get­ur verið að hin nýju fram­kvæmdalán sem Jón Gunn­ars­son boðar að taka auki ekki skuld­ir rík­is­sjóðs, held­ur verði skrifuð á þá veg­far­end­ur, sem um veg­ina keyra?“

Segir eitt, gerir annað

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn boðar það alltaf fyr­ir kosn­ing­ar að hann vilji lækka skatta. Nú vill Jón Gunn­ars­son bæta við nýj­um skatti því þeir fjár­mun­ir sem komi með hon­um verði notaðir til fram­kvæmda. Er það eitt­hvað nýtt að skatt­fé sé notað til fram­kvæmda? Þegar Jón var spurður hvar ætti að inn­heimta þenn­an nýja skatt var svarið ein­falt: Um allt land.“

Nánar á

http://www.midjan.is/smathjod-med-tvo-samgonguradherra/