Smásalar berjast um hylli húsfélaga

Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar er gestur Heimilisins:

Smásalar berjast um hylli húsfélaga

Húsfélögin stór og smá eru í síauknum mæli byrjuð að láta bjóða í helstu einingarnar í rekstri þeirra, ekki einasta stór viðhaldsverkefni, heldur einnig í almenna rekstrarþætti á borð við raforkuna.

Þetta kemur fram í viðtali við Daníel Árnason, framkvæmdastjóra Eignaumsjónar í þættinum Heimilið á Hringbraut í kvöld, en Eignaumsjón heldur utan um rekstur hundruða húsfélaga og er þar stærst á sínu sviði.

Af máli Daníels má ráða að lækka megi fjölmarga útgjaldaliði húsfélaga með því að nýta sér samkeppnina á sviði orkusölu og annarra innkaupaþátta, en þá sé einnig vert að huga að betri nýtingu og minni sóun, svo sem á heita vatninu.

Í viðtalinu rekur Daníel helstu nýjungarnar á sviði eignaumsjónar, svo sem tilkomu farandhúsvarða á vegum fyrirtækisins sem fara á milli fjölbýlishúsa og annast þar faglega ástandsskoðun sem getur skipt sköpum þegar kemur að viðhaldi eignanna.

Heimilið byrjar klukkan 20:00 í kvöld.

 

Nýjast