Smá breytingar niður á við

Nokkur umræða er um hvort tekið sé að hægja á fasteignamarkaði.  Bæði hvað umfang fasteignaviðskipta varðar og verð á fasteignum varðar. Fasteignasölur telja sig skynja að dregið hefur úr spennu á fasteignamarkaðnum. Tölurnar nú sýna smá breytingu niður á við en ekki mikla.

Mikill kaupmáttarauki raðstöfunartekna var lengi helsti drifkraftur hækkana fasteignaverðs. Nokkuð hefur dregið úr kaupmáttaraukningu og því er það einkum misvægi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignum sem heldur uppi spennunni á fasteignamarkaðnum.

Mikið er rætt og ritað um þessa stöðu misvægis á mill framboðs og eftirspurnar en heimildum ber saman um að nokkur ár munu líða þar til jafnvægi næst á fasteingnamarkaðnum. Bygging nýrra íbúða heldur ekki í við þörfina á markaðnum og þetta ástand viðheldur spennu á markaðnum.

Langan tíma mun taka að auka framboð húsnæðis og því mun þetta spennuástand vara í nokkur misseri enn. Verðbólga hefur verið lág og stöðug síðustu misseri og því hefur raunverð fasteigna hækkað mun meira en ella.

rtá

Nánar www.landsbankinn.is www.skra.is