Íslenska krónan í viðkvæmri stöðu

Nánar á ruv.is

Íslenska krónan í viðkvæmri stöðu

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir stöðu íslensku krónunnar afar viðkvæma. Óvissan, sem fylgi hægari vexti hagkerfis og komandi kjarasamningum, sé slæm fyrir alla. 251 félag hefur heimild til að gera upp í erlendum gjaldmiðli.
 

Gengisvísitala íslensku krónunnar hefur sveiflast síðustu vikur. Því hærri sem hún er því veikari er krónan. Þann fyrsta janúar var gengisvísitalan tæplega 163 en fór á ferð í lok sumars. Í dag var gengisvísitalan orðin 177. Það er þó styrking frá því fyrir helgi en um miðja síðustu viku var gengisvísitalan orðin 180.

Ásdís telur stöðu krónunnar mjög viðkvæma. „Við erum að sjá að það er að hægja verulega á vexti hagkerfisins, við erum þá líka að sjá að það er auðvitað að hægja mjög á fjölgun ferðamanna til landsins. Í öðru lagi þá hafa lífeyrissjóðir sem og aðrir innlendir fjárfestar í auknum mæli verið að fjárfesta erlendis en á sama tíma er hins vegar Seðlabankinn með höft á innflæði fjármagns frá erlendum aðilum þannig það er kannski ekki það innflæði sem til þarf til að mæta þessu útflæði og það um leið ýkir þessi áhrif að einhverju leyti.“

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/islenska-kronan-i-vidkvaemri-stodu

 

Nýjast