Slæmur brexit samningur gæti dregið úr hagnaði um hundruðir milljarða

Forstjóri Jaguar Land Rover, stærsta bílaframleiðanda Bretlands, segir að úrganga Breta úr Evrópusambandinu geti orðið til þess að hætt verði við gríðarstórar fjárfestingar í landinu. Þetta kemur fram á www.ruv.is
 

Ralph Speth er forstjórinn Jaguar Land Rover sem er í eigu indverska bílarisans Tata Motors.

Hann segir að hjarta og sál fyrirtækisins sé í Bretlandi en án góðra viðskiptasamninga við ESB séu áætlanir þess um umfangsmiklar fjárfestingar í hættu. Alls starfa um fjörutíu þúsund manns hjá Jaguar Land Rover í Bretlandi.

Á föstudaginn er fyrirhugaður ríkisstjórnarfundur til að leggja lokahönd á hvítbók um úrgöngu Bretlands úr ESB, oftast nefnt Brexit. Eru ummæli forstjórans til þess fallinn að auka enn þrýsting á ríkisstjórn Íhaldsflokksins um að tryggja góð viðskiptatengsl við Evrópusambandið í kjölfar úrgöngunnar.

Að mati forstjórans gæti slæmur Brexit samningur dregið úr hagnaði fyrirtækisins um allt því 1,2 milljarða punda á ári. Það gerði það að verkum að fyrirtækið drægi mjög úr fjárfestingum í Bretlandi en þar hefur það fjárfest fyrir um 50 milljónir punda á síðustu fimm árum og til standi að fjárfesta fyrir 80 milljónir á næstu fimm.

Mikilvægt væri að tryggja stöðugleika og eyða óvissu svo fjárfestingar gætu haldið áfram.

Forsvarsmenn fyrirtækja á borð við BMW og Airbus hafa einnig lýst áhyggjum sínum vegna Brexit samkomulagsins og varað við því að slæmur samningur geti haft alvarleg áhrif. Í kjölfarið lýsti Jeremy Hunt, heilbrigðisráðherra Bretlands, því yfir slíkar viðvaranir væru algjörlega óviðeigandi.