Skýtur á ás­­mund einar með frétta­blaðs-skop­mynd

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, notaði skopmynd Halldórs Baldurssonar úr Fréttablaði gærdagsins til þess að koma höggi á Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, og koma um leið á framfæri efasemdum sínum um heiðarleika síns gamla Framsóknarflokksbróður.

Mynd Halldórs sýnir Ásmund Einar í hlaðinu á kúabúi föður síns með „nýju vini“ sína, menn í „sérsveit gegn launasvikum.“ Gunnar Bragi deildi myndinni með þessum orðum: „Fréttablaðið lýsir heiðarleika þessa manns ágætlega. En það gerði DV líka ágætlega 2016,“ og vísar í leið til umfjöllunar DVum verkamann sem var hlunnfarinn á áðurnefndu kúabúi.

„Þetta er náttúrlega bara yfirklór að benda á pabba sinn. Það vita það allir sem til þekkja að Ásmundur Einar er náttúrlega aðal driffjöðurin í þessum búrekstri öllum saman,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Fréttablaðið. „Það getur vel verið að pabbi hans sé skrifaður fyrir þessu en þetta er náttúrlega bara yfirklór af hans hálfu.“

 Nánar á

https://www.frettabladid.is/frettir/gunnar-bragi-sktur-fast-a-asmund-einar-me-skopmynd