Skúli fundar með Keahótelum um nýtt flugfélag

Fréttir af öðrum miðlum:

Skúli fundar með Keahótelum um nýtt flugfélag

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, fundaði í vikunni með fulltrúum eigenda Keahótela um stofnun nýs flugfélags. Forstjóri eignastýringarfyrirtækis sem bæði á í Keahótelunum og Nova lýsti fyrr í mánuðinum undrun sinni á því að ríkið hefði ekki gripið inn í áður en WOW fór í þrot. Þetta kemur fram á RÚV.

Strax lagt á ráðin með nýtt félag

WOW fór í þrot fimmtudaginn 28. mars. Strax miðvikudaginn á eftir, 3. apríl, var Skúli Mogensen og nokkrir fyrrverandi lykilstarfsmenn WOW búnir að setja upp nýja viðskiptaáætlun um nýtt flugfélag, sem hefði heimahöfn hér. Því leituðu þeir 40 milljóna bandaríkjadala hjá fjárfestum, eða tæpra fimm milljarða króna, gegn 49% hlut í nýja flugfélaginu. 

Fundur í vikunni

Í byrjun þessarar viku átti Skúli Mogensen fund meðal annars með fulltrúum eigenda Keahótelanna samkvæmt heimildum fréttastofu. Bandaríska fjárfestingarfélagið PT Capital í Alaska á helming í félaginu K acquisition sem á Keahótelin. Hótelin eru ellefu, meðal annars nýja Exeter-hótelið við Tryggvagötu, Hótel Borg, Apótek hótel og Hótel Kea. PT Capital á ekki aðeins hlut í Keahótelunum heldur á líka stærstan hlut í Nova og hefur átt síðan síðla árs 2016.

Ítarlega er fjallað um málið á RÚV.

Nýjast