Skrímsladeildin að taka við kosningabaráttu Íhaldsins

Skrímsladeildin að taka við kosningabaráttu Íhaldsins

Hálfgerð ringulreið ríkir nú hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna. Æ betur er að koma í ljós að Eyþór nær alls ekki að hrífa kjósendur með sér og aðrir frambjóðendur eru ekki að hjálpa enda er listinn safn af óþekktu fólki sem höfðar ekki til neinna markhópa.

 

Örvæntingarfullt útspil um helgina með hjákátlegum loforðum bætti heldur ekki stöðuna. Ókeypis fasteignagjöld fyrir þá elstu er hlægilegt loforð að ekki sé talað um að stilla svifryk af í borgarlandinu!

 

Eyþór er farinn að tala í hringi og hann afhjúpar þekkingarleysi sitt á borgarmálum í hvert sinn sem hann tjáir sig. Enda er maðurinn nýfluttur í bæinn frá Selfossi.

 

Gunnar Smári Egilsson hefur bent á að búið sé að ræsa Skrímsladeild flokksins en hún hefur staðið fyrir níði um andstæðinga í undanförnum kosningum. Andrés Magnússon, bróðir Kjartans sem var hrakinn af lista flokksins, er launaður starfsmaður Skrímsladeildar en meðal sjálfboðaliða sem leggja til lágkúrulegt efni eru Hannes Hólmsteinn, Björn Bjarnason og Óttar Guðjónsson.

 

Björn hefur staðið í opinberum deilum við þann virta sagnfræðing og æfisagnahöfund Guðjón Friðriksson sem hefur rifjað upp nokkrar staðreyndir um Eyþór Arnalds og brösóttan feril hans. Björn getur ekki horfst í augu við ýmsar óþægilegar staðreyndir um Eyþór og hefur af því tilefni ráðist að Guðjóni með dylgjum.

 

Framkoma Björns Bjarnasonar er gott dæmi um þá örvæntingu sem hefur gripið um sig í herbúðum flokksins.

 

Sjálfstæðismenn óttast að þeir fái ekki nema 6 menn kjörna. Einungis Miðflokkur og Framsókn eru líklegir til að vilja vinna með þeim fái þeir einn mann hvor. Samtals átta sæti. Meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Pírata teldi þá 15 fulltrúa.

 

Rtá.

 

Nýjast