Skrá niður dónaskap við starfsfólkið

Mannauðsstjóri Borgarbyggðar er farinn að skrá niður tilvik sem skilgreind eru sem óviðunandi framkoma við starfsfólk ráðhúss sveitarfélagsins.

Fréttablaðið segir frá þessu í dag.  Starfsfólk verður ósjaldan fyrir óhefluðu orðavali og þegar það sinnir erindum sínum hvort sem er í ráðhúsinu eða á vettvangi. „Það er okkar verkefni að verja starfsumhverfi starfsmanna bæjarins“, segir sveitarstjórinn Gunnlaugur Júlíusson í nýrri skýrslu sem hann lagði fram á liðnum sveitarstjórnarfundi.