Skorar á may í kapp­ræður vegna brexit-samnings

Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins (SNP), segir drögin að Brexit-samningnum sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst leggja fyrir þingið, skýri lítið hvað taki við eftir útgönguna úr ESB og að með samþykki hans sé líkt og að biðja almenning að ganga fram af klettabjargi með bundið fyrir augun.

Sturgeon skorar á May í kappræður þar sem leiðtogar stjórnmálaflokkanna geti rætt samninginn opinberlega. „Ég get ekki talað fyrir Jeremy Corbyn, en ég er til í kappræður leiðtoganna um \samninginn\'. Hvað segirðu um það Theresa May?“ skrifaði Sturgeon í færslu á Twitter þar sem hún vísar til frétta af því að May sé svo örugg með samninginn að hún sé að íhuga að bjóða Corbyn