Skipulagsmálin í höndum pírata

Í ljós er komið hvernig embætti skiptast á milli flokka sem mynda meirihlutann í Reykjavík.  Sam­fylk­ing­in með sjö fulltrúa, Viðreisn tvo­, Píratar tvo og VG einn fulltrúa, mynda meirihlutann.

Óbreytt frá fyrra kjörtímabili er staða Dags sem borgarstjóra og Skúli Helgason, Samfylkingu verður áfram formaður skóla- og frístundaráðs. Velferðarráði mun Heiða Björg Hilmisdóttir, Samfylkingu stýra. Hjálmar Sveinsson mun verða formaður menningar- og íþróttaráðs að ári liðnu.

Líf Magneudóttir, eini fulltrúi VG verður formaður nýs ráðs, umhverfis- og heilbrigðisráðs.

Tveir fulltrúar Pírata fá þessi verkefni: Dóra Björt Guðjónsdóttir verður forseti borgarstjórnar fyrsta árið og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir verður formaður Skipulags- og samgönguráðs.  

Meðal Viðreisnar þá verður Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs og Pawel  Bartoszek verður forseti borgarstjórnar að ári liðnu. Pawel verður fyrsta árið formaður menningar- og íþróttaráðs.