Skattur skal fækka ferðamönnum

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að hækkun virðisaukaskatts sé beinlínis ætlað að stemma stigu við fjölgun ferðamanna. Mikil aukning ferðamanna á Íslandi hafi veruleg áhrif á íslenska hagkerfið. Krónan styrkist dag frá degi sökum þeirra peninga sem fylgja ferðamönnum.

Ferðaþjónustan minnir á kosningaloforð Viðreisnar sem er flokkur fjármálaráðherra. Þar var þvi heitið að skattar á ferðþjónustu yrðu ekki auknir.

Á móti segja sérfræðingar um efnahagsmál að ef ekkert verður gert mun hátt gengi krónunnar og háir vextir fljótt draga úr vexti ferðaþjónustunnar. Heppilegt sé að draga úr uppsveiflunni með því að hækka virðisaukaskattinn en að nota aðrar aðferðir - aðferðir sem þá bitna á mun fleirum.

 Nánar www.ruv.is  www.mbl.is