Deila á uppgangstímum

Skattahækkun verður Skattalækkun

Deila á uppgangstímum

Sérfræðingar telja að útlit sé fyrir að aðhald í ríkisfjármálum minnki á komandi árum. Aðhaldið ætti þvert á móti að aukast í þeim umtalsverðum umsvifum sem eru fyrirsjánaleg í efnahagslífinu. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir þetta vera þvert á röksemdir stjórnarandstöðunnar en þær röksemdir eru um aukin útgjöld.

Fjármálaráðherrann telur að hans viðhorf styrki meginhugsunina í áætluninni. Ráðherrann stendur þar með við áætlun um lækkun á virðisaukaskatti. Þetta gerir hann þrátt fyrir að sérfæðingar telji þau áform ógna stöðugleika.

Sjálfstæður sérfæðingahópur - Fjármálaráð - á vegum ríkisstjórnarinnar telur að lækkun á almenna skattþrepinu líklega ógnun við stöðugleika. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra telur þessi viðhorf sérfræðinga gefi enga ástæðu til að áætluninni verði breytt af Alþingi. Benedikt segir að frekar sé tilefni til að taka tillit til ábendinga við gerð næstu fjármálaáætlunar.

Fjármálaráð á samkvæmt lögum að rýna í fjármálaáætlanir ríkistjórnarinnar. Ráðið er á því að margt í áætlun ríkisstjórnarinnar standist ekki grunngildi laganna.  Því svarar Bendikt svo að ýmsar gagnlegar ábendingar komi fram hjá ráðinu um hvað hefði mátt betur fara.

Nánar www.ruv.is www.fjarmalaraduneytid.is  

Nýjast