Skapta sagt upp á mogganum

„Skapta Hallgrímssyni blaðamanni á Morgunblaðinu til 40 ára hefur verið sagt upp störfum. Hann segir frá því á fb síðu sinni: Sjaldan er ein báran stök. Vikan hefur verið afar óvenjuleg, svo ekki sé meira sagt! Best að segja bara frá á mannamáli: á mánudaginn datt ég úr stiga og mölbraut hægri olnbogann. Í gær var mér svo sagt upp störfum á Morgunblaðinu en þar hef ég verið fastráðinn blaðamaður alla starfsævina - í 36 ár. Byrjaði reyndar að skrifa um íþróttir í blaðið 16 ára, í fyrsta bekk í menntaskóla þannig að Moggaárin eru orðin 40. Einhverjum fannst víst komið nóg”.