Skaðaði viðskiptasamband bankans

Bankastjóri Arion banka hefði viljað að stærri skerf hefði verið úthlutað til íslenskra fjárfesta í útboði bankans og það hafi skaðað viðskiptasamband bankans. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Höskuldar Ólafssonar, bankastjóri Arion banka, við Markaðinn í dag. 

Höskuldur hafnar hins vegar þeirri skoðun, sem er um margt útbreidd á meðal stórra íslenskra fjárfesta, að þeir erlendu fjárfestingarsjóðir sem keyptu megnið af bréfunum sem voru seld í nýafstöðnu hlutafjárútboði, hafi ekki raunverulegan áhuga á því að taka stöðu með bankanum til lengri tíma. Hann segist hafa „góða tilfinningu“ fyrir því að mikill meirihluti þeirra tuttugu sjóða sem bættust í hluthafahópinn horfi á kaupin sem langtímafjárfestingu.

Þá viðurkennir Höskuldir að bankinn hefði viljað að Kaupþing, seljandi bréfanna, hefði úthlutað stærri hlut til íslenskra fjárfesta. Ákvörðun um að gera það ekki hafi „truflað viðskiptasamband bankans eitthvað“ og sé „neikvæður vinkill á annars mjög vel heppnuðu útboði“.

Lesa allt viðtalið hér