Sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning

Kjara­samn­ing­ur sjó­manna, sem samn­inga­nefnd­ir þeirra og SFS náðu sam­an um aðfaranótt laug­ar­dags, hef­ur verið samþykkt­ur í at­kvæðagreiðslu.

52,4% þeirra sem greiddu at­kvæði samþykktu því samn­ing­inn, en 46,9% greiddu at­kvæði gegn hon­um.

Mbl. segir frá því að 2.214 manns voru á kjör­skrá. 1.189 greiddu at­kvæði, en þau féllu þannig að 623 voru fylgj­andi samn­ingn­um, en 558 voru mót­falln­ir. Átta kjör­seðlar voru þá auðir og ógild­ir.

kjör­sókn var allt frá 10% upp í 70%

Sjómenn ræða sín á milli nú hvort að kæra eigi kosninguna. Sitt sýnist hverjum um hvort að tími til að kjósa hafi verið nægilega langur í sumum tilvikum. 

Átján félög eru undir Sjómannasambandi Íslands um allt land.