Sjö vatnstjón tilkynnt sérhvern dag

Tryggingasérfræðingar Sjóvá eru gestir Heimilisins þessa vikuna:

Sjö vatnstjón tilkynnt sérhvern dag

Vatnstjón eru algengasti skaðinn á heimilum landsmanna - og raunar svo tíður að tjón af því tagi skyggja á alla aðra tryggingarflokka á heimilum landsmanna að því er fram kom í þættinum Heimilið á Hringbraut í gærkvöld.

Í þáttinn mæta tryggingasérfræðingar Hringbrautar, þau Karlotta Halldórsdóttir og Hafsteinn Esekíel Hafsteinsson, en bara hjá tryggingafélaginu Sjóvá einu saman er tilkynnt að jafnaði um sjö vatnstjón á dag.

Tjón af þessu tagi getur verið rothögg fyrir fólk sem hefur ekki fasteignatryggingarnar á hreinu, enda hleypur kostnaðurinn á endurbótum oft á milljónum króna. Og í því samhengi er kostnaðurinn við trygginguna sjálfa eins og túkall í öllu heila menginu.

Í viðtalinu við þau Karlottu og Hafstein er einnig fjallað um mikilvægi og eðli nágrannavörslu sem hefur sennilega aldrei verið mikilvægari og einmitt nú þegar heilu þjóðflokkarnir fara um höfuðborgarsvæðið með það eitt að leiðarljósi að brjótast inn í hús sem enginn lítur eftir með.

Heimilið er frumsýnt öll þriðjudagskvöld og endursýnt í dag, en einnig aðgengilegt á vefnum hringbraut.is undir flipanum sjónvarp.

Nýjast