Sjálfstæðismenn koma víða við

Núverandi og fyrrverandi Sjálfstæðismenn koma víða við í komandi kosningum.

Samtök iðnaðarins (SI) halda fund í Hörpu í fyrrmaálið með forystufólki stjórnmálaflokka og framboða þar sem ætlunin er að spyrja frambjóðendur um kosningaloforð þeirra og framtíðarsýn.

Níu framboð senda fulltrúa sína. Af þeim eru fjórir núverandi eða fyrrvernadi forystumenn úr Sjálfstæðisflokknum.

Sigríður Andersen mætir fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Bergþór Ólafsson mætir fyrir Miðflokkinn. Bergþór var áður aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar þegar Sturla gegndi embætti samgönguráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar mætir fyrir flokk sinn en hún var aðstoðamaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í heilbriðisráðuneytinu frá 2007 til 2009.

Dr. Ólafur Ísleifsson mætir fyrir Flokk fólksins en hann var aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar þegar Þorsteinn var forsætisráðherra frá 1987 til 1988. Dr. Ólafir var auk þess forystumaður í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna (SUS) um árabil.

Aðrir fulltrúar á fundi SI á morgun verða Lilja Alfreðsdóttir og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir. Þá Björt Ólafsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson og loks Katrín Jakobsdóttir.

Ekki er vitað til þess að neitt þeirra eigi að baki feril innan Sjálfstæðisflokksins.

[email protected]